17.8.2007 | 20:23
Flottar fréttir frá Florida

Í morgun spilaði ég með hjónum sem búa við Citrus völlinn og kallinn ragnaði og röflaði yfir ástandi hans, væri í hræðilegu ástandi, en það er búið að reka greenkeeperinn svo það lítur betur út. Kallinn sagði mér og staðfesti að við þyftum ekkert að prófa Miona Lake völlinn, þessum sem við höfum alltaf sleppt að spila, vegna þess að hann er víst í enn verra ástandi en þegar við spiluðum hann fyrir 5 árum síðan. Að öðru leiti er allt frábært að frétta, ég er búinn að kaupa mér flotta skyrtu en þeir sem þekkja mig vel vita af mínu skyrtu-fetsih, ég elska að eiga magnaðar skyrtur sem allir hafa skoðun á! Þessa nýju fékk ég í Ross, Dress for Less, og er úr Sean John línunni, retail price er 88 dollarar en ég fékk hana á 19.99 - góð kaup og skyrtan passar örugglega vel við buxurnar sem ég keypti í Boston í vor. Eins og sjá má á myndinni er ég sennilega sá svalasti hér í Florida!
Athugasemdir
Rosalega ertu flottur eins og ávalt í þessu skyrtutaui það vantar bara tækifærisgleraugun góðu (Þú bætir bara úr því). Gott hjá þér að ná pari á fjórðu yfir snákagilið erfið hola en mikið væri nú gaman að vera með þér þarna núna en það þarf að bíða fram í febrúar kveðja STONE.
STONE (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.