13.8.2007 | 16:24
Erfitt að spila í hitanum í Florida
Héðan frá Florida er allt gott að frétta. Ég hef spilað Lakeside völlinn tvisvar síðan ég kom á laugardag. Í gær spilaði ég eftir hádegi í 35 stiga hita og var nánast einn á vellinum, var aðeins 2 tíma og 20mín að fara allar 18!!! Spilaði á 97 höggum. Fór svo aftur eldsmenna í morgun klukkan 7 að staðartíma og það voru aðeins betri aðstæður, aðeins 30 stiga hiti og minni raki. Spilaði bara fyrri 9 og fór þær á 47, vegna þess að ég fékk 9 á 4. holu sem er yfir snákagilið. Ég bara ræð ekki við hana. Annars er völlurinn í frábæru ástandi, mikil grasspretta og teigarnir óaðfinnanlegir. Á þessum árstíma er völlurinn rosalega mjúkur, hátt teighögg og boltinn stoppar þar sem hann lendir. Á flötum verður maður að ráðast á pinnann annars á maður 2 - 3 pútt eftir að holu, því greenin eru mjög mjúk og púttinn á sama level og á túrnum. Læt heyra í mér aftur fljótlega!
Athugasemdir
Siggi ég legg til að þú leggir upp fyrir högg 2 á fjórðu holu og ráðist síðan á pinnan. Þetta gefur góða leið að fugli.
Annars mikið vildi ég vera með þér þarna úti sá fyrir mér helvítis snákagilið og öll þrípúttin. Góða skemmtun og sláðu nú í geng.
Lolli (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.