17.7.2007 | 15:36
Hið árlega Pipar Open 2007 um næstu helgi!
Hið árlega Pipar open fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili, laugardaginn 21. júlí 2007.
Fyrirkomulag punktamót m/forgj. hæst gefið 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsilegir vinningar frá Raftækjaverslun Íslands, Herra Hafnarfirði, Jóni og Óskari, GolfOutlet, Radisson SAS, Knorr, Salatbarnum og Dúett rakarastofu.
Nándarverðlaun á par 3 brautum.
Allir keppendur fá teiggjöf sem er boltapakki frá fasteignasölunni Kletti ásamt drykk frá Ölgerðinni og súkkulaði frá Góu.
Ræst út frá kl. 8:30 til 11:00. Mótsgjald kr. 3.000-
SKRÁNING NÚNA Á GOLF.IS
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.