Ísland í góðri stöðu fyrir lokadaginn í International Pairs

01072007(001)Það er hrikalega gaman að koma hingað til St. Andrews í Skotlandi en ég hef verið hér síðustu daga ásamt keppnisliði Íslands í International Pairs þeim Jónínu og Hansínu og einnig Valla Sport og Lúlla Jónasar. Stelpurnar hafa staðið sig með prýði og verið Íslandi til sóma í keppninni hingað til. Þær komu inn á 36 punktum en þeir sem voru efstir voru með 41 punkt. Þær voru í 7 - 9. sæti og allt galopið. 500.000 manns taka þátt í að komast hingað í lokakeppnina í St. Andrews og umgjörðin og allt í kringum þetta mót til fyrirmyndar, enda lentu stelpurnar í viðtali við SKY SPORTS um leið og þær luku við fyrsta hringinn og hér eru sjónvarpsvélar og blaðamenn sem fylgjast með þessari keppni. Það má geta þess að úrtökumót fyrir International Paris World Final 2008 mun fara fram á Íslandi í ágúst og september og þá kemur í ljós hvaða par kemur hingað til St. Andrews næsta sumar að spila í þessu frábæra móti.

Meðfylgjandi mynd er af okkur á 18. flöt á Old Course á St. Andrews. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband