Viltu spila frítt á St. Andrews í sumar ?

Golfmótið International Pairs fer fram um helgina á þremur golfvöllum;
GKG Garðabæ, Kili Mosfellsbæ og á Þorláksvelli Þorlákshöfn.
Mótið er tvímenningur, betribolti, punktakeppni og er keppt um þátttökurétt í
heimsúrslitum áhugamanna í betribolta sem fram fer á St. Andrews Bay í Skotlandi fyrstu vikuna í júlí.
innifalið er flug og gisting og keppnisréttur fyrir Íslands hönd  í mótinu.
Spilaður er æfingahringur og svo tveir keppnisdagar.
Þetta er þriðja árið í röð sem Ísland sendir fulltrúa á mótið sem eitt glæsilegasta áhugamannamót sem fyrirfinnst.
Farið er með keppendur eins og atvinnumenn, öll umgjörð er eins og á PGA túrnum - hreint frábær upplifun.
Veldu völl – GKG Garðabæ, Kjölur Mosfellsbæ eða Þorlákshöfn og skráðu þig strax á golf.is.

Myndin er af Gulla í Vídeómarkaðnum og Arnar Frey sem kepptu fyrir Íslands hönd á Celtic Manor í Wales í fyrra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband