Manchester United golfmótið fór fram í dag

prd_maxzoom_20849 Þriðja árið í röð fór fram golfmót stuðningsmanna Manchester United. Uppselt var í mótið fyrir tveimur vikum og komsu talsvert færri að en vildu. Mótið fór fram að þessu sinni í Grafarholtinu við bestu mögulegu aðstæður. Í þetta sinn var leyft að spila golf í búningi Man United fyrir þá sem það vildu og voru nánast allir sem báru eitthvað merki United á sér. Nokkrir BirdieTravel félagar tóku þátt í mótinu og efstur þeirra varð Siggi Hlö með 33 punkta og svo komu Þórleifur, Lórenz og Dölli fast á hæla hans. Margir góðir styrkaraðilar komu að mótinu og má þar nefna Icelandair sem gaf Evrópuferðir, Nevada Bob, Ölgerðin, Vífilfell, prentsmiðjan Oddi, Titleist, Nike ofl. Umsjónarmenn með ManUnited golfmótinu hafa þeir Hans Hentinen, Pétur Óskar Sigurðsson og Sigurður Hlöðversson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband