Gleðidagur hjá GKG - völlurinn 27 holur!

Í dag 9.júní 2007, eru tímamót hjá golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, því í dag verður völlurinn formlega 27 holur þegar Leirdalur opnar. Verður Opna GKG mótið haldið með pompi og prakt. Mótið verður stórglæsilegt og er sögulegt fyrir þær sakir að þá verður í fyrsta skipti spilað upp í Leirdalinn. Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum við að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir mótið og verður því mikil upplifun fyrir kylfinga að spila völlinn fullbúinn í fyrsta skipti.

Mótið markar formlega opnun Leirdalsins og frá og með laugardeginum verður Vífilsstaðarvöllur 27 holur.
Þá er leikið holur 1, 2 og 3 á "gamla" vellinum. Þá eru spilaðar 9 nýjar holur í Leirdal, þegar komið er til baka eru spilaðar 4, 5, 15, 16, 17 og 18. braut.

Þær holur sem tilheyra ekki nýja vellinum sem kallaður verður Leirdalur, verða 9 holur á "gamla" vellinu og hefur sá völlur fengið nafnið Mýrin.

Munið að skoða vel nýju skorkortin fyrir vellina en þau eru hönnuð af Sigga Hlö!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband