Flott veðurspá og gríðaleg stemma!

Á hverju ári fjölmenna félagar úr BirdieTravel hópnum á fyrsta mót ársins í Leirunni í Keflavík. Þetta er ávallt mjög skemmtilegt mót og einhvern veginn tekst mótshöldurum alltaf að bjóða upp á gott veður. Ekki verður breyting á að þessu sinni en samkvæmt veðurspám er spáð allt að 13 stiga hita á morgun og 9 metrum á sek. Okkur sýnist að uppselt sé í mótið og mikill áhugi. Fyrir áhorfendur þá mælum við með að fylgjast með Lórenz Þorgeirs og Erni Unnars. Einnig mætir Valli Sport, en bloggverjar muna eftir því að fyrir mánuði síðan var hann tekinn í bakaríið af háforgjafamönnum á Palma Cup þannig að nú ætlar hann að sanna það að hann er með 10,eitthvað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa ábendingu. Sem betur fer var hlýtt en hvassviðrið maður, vá! Þegar menn þurfa að taka á drivernum á par3 holu á móti vindi þá er hægt að segja að það sé talsvert hvasst. Reyndar átti ég nokkur drive sem ég hugsa að ég nái ekki aftur í logni hehehe... Þetta var bara skemmtilegt mót og góð stemma sem við spáðum en þetta með veðrið klínum við á veðurmanninn!

Siggi Hlö (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband