17.4.2007 | 22:03
Herrakvöld GKG síðasta vetrardag
Hið árlega Herrakvöld GKG fer fram í nýuppgerðum skálanum á morgun miðvikudag. Húsið opnar kl. 19.00 en borðhald hefst kl. 20.00. Veislustjóri verður hinn klúbbkunni Sigurður Hlöðversson og ræðumaður kvöldsins verður Guðmundur Steingrímsson. Magnað happdrætti - ótrúlegir vinningar eins og kvengolfsett, út að borða, gsm símar ofl. Uppboð á tónlist með hljómsveitinni. Það verður stórhljómsveit GKG sem verður frumsýnd og spilar vel valda slagara. Hljómsveitina skipa félagsmenn úr landsfrægum hljómsveitum landsins sem hafa sameinast undir merkjum klúbbsins og munu debútera á herrakvöldinu sem slíkir. Drykkir verða í boði á lágmarksverði en allur ágóði vegna herrakvöldsins mun renna til afreksnefndar. Aðeins 50 sæti í boði - fyrstir bóka, fyrstir fá! Allur ágóði kvöldsins rennur til afreksnefndar. Miðaverð aðeins kr. 5.000. BÓKAÐU STRAX Á GKG@GKG.IS
Fullt af golfurum úr öðrum klúbbum hafa meldað sig á herrakvöldið en skiptir ekki öllu í hvaða klúbbi maður er - aðalmálið er að hafa gaman og skemmta sér! 7 úr BirdieTravel hópnum hafa meldað sig á kvöldið!
Athugasemdir
Það er greinilegt að BirdieTravel er mikill stuð- og gleðihópur.
Övundsjúkur (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.