16.4.2007 | 23:01
Nýtt vallarmat hjá GR
Var að skoða hvað ég fæ í forgjöf á velli GR eftir nýja vallarmatið. Niðurstaðan sú að nú er best að fara að æfa sig til að geta spilað á forgjöfinni ef ekki þá á maður von á hækkun uppá 3 - 4 í sumar. Var með 14 á Grafarholtið en fæ 10 í dag.
Þetta er hið besta mál að meta velli uppá nýtt en tel ég rétt að gera það með aðeins meiri hraða GKG og GO komu með nýtt mat í fyrra svo eru vellir GR að koma inn núna. Hver eru næstu skref í mati valla ?
Annars ætti ég ekki að örvænta þar sem ég var að leika á forgjöfinni í Florida-ferðinni okkar í síðasta mánuði. En þar var maður að spila á stutterma 8 daga í röð en ókey það er spáð góðu veðri í sumar eða það segir veðurklúbburinn Dalbæ. Kveðja Lolli.
Athugasemdir
Sammála því að það hefði þurft að vera töluvert örar sem vellirnir eru metnir.það er ekki eins og þetta sé einhver smá breyting á matinu !!
svingur (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 01:02
Hvað meinaru spilaðir á forgjöfinni ?
Ég man bara engaveginn hvað ég er með í forgjöf
Er annars farinn að hlakka rosalega til Landsmóts 35+
svingur (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.