6.4.2007 | 19:11
Kirkjubólsvöllur í Sandgerði spilaður í dag.
Síðla dags var farið suður með sjó og spilaðar nokkrar holur í Sandgerði. Veðrið eins og snemma vors frekar kalt en þó sýndi mælir heilar 2°C og það í plús, nokkur gola. Völlurinn lítið sem ekkert búin að taka við sér en þó má sjá græna flekki sem er vísbending um að vorið nálgast. Spilamennskan ekki uppá gott skor en þó ágætis högg inn á milli.
Þegar farið var á fætur í morgun og hitamælirinn á heimilinu sýndi -5°C þá var hætt við að fara á Hellu en vonandi gefur veður til að fara þangað um páskanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.