Þorlákshöfn í dag - frábært veður

Það var rjómablíða sem tók á móti okkur við sólarupprás í Þorlákshöfn. Hiti rétt við frostmark og sum grínin frosin en það hafði ekkert að segja því spenningurinn tók völdin. Það var gaman að sjá hversu margir golfarar mættu á völlinn í Þorlákshöfn sem er með opið inn á sumargrín alla Páskana. Við vorum 4 saman, Gummi HiSpot, Óskar Rakari, Röggi körfudómari og undirritaður Mr. Captain Morgan. Ekki fer mörgum sögum af spilamennskunni eða skorinu en það var virkilega gaman að spila völlinn sem er erfiður sérstaklega þegar menn velja að spila meðfram brautunum en ekki inná þeim! Hringurinn gekk ljómandi vel, Gummi spilaði undir hundrað en við Óskar spiluðum í póstnúmeratölum og Röggi notaði hina víðfrægu lágforgjafaafsökun "Ég bara hætti að telja..." og það er ekki vitað á hvaða skori hann var. Þeir sem eiga leið um rakarastofuna Dúett eru beðnir að spyrja hann að því á hvaða höggafjölda hann var. Allt röfl um bakverki eru ómark!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband