Nú er bara að skella sér út á völl.

Hellan er með opið inn á sumarflatir alla páskanna svo nú er bara að leggja land undir fót og skella sér ein eða tvo hringi á Hellunni. Hellverjar mæla með því að kylfingar skrái sig á www.golf.is því ef veðrið er gott er alveg klárt mál að færri komast að en vilja.

Birdie Travel var með menn á sínum snærum fyrir tveimur árum á Hellu og þegar röðin var sem lengst þá biðu um 60 kylfingar eftir því að komast að.

Fyrstu félagarnir í hópnum eru búnir að skrá sig á Hellu á fösturdaginn svo nú er bara að telja sér trú um það að sumarið sé komið og æða út á völl.

Við félagarnir förum á nokkra velli nú um páskanna og komum við til með að segja frá ástandi þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband