28.3.2007 | 16:26
Kaflaskiptur lokadagur á PalmaCup
Dagurinn í dag byrjaði á því að fresta þurfti keppni vegna veðurs á Mallorca.
11 vindstig, 6 stiga hiti og rigning tók á móti keppendum í morgunsárið sem hófu ekki leik fyrr en á hádegi.
Í íslensku haustveðri hófst svo lokadagurinn þar sem RedTeam leiddi með 3 vinningum.
Spennan var mögnuð því eftir fyrri 9 var BlackTeam yfir í öllum leikjum!
En RedTeam lét ekki bugast, komu sterkir til baka og tóku 3 vinninga í dag og eru þar með PalmaCup Masters 2007.
Leikir dagsins voru þessir:
Binni vann Arnar með 9 höggum þar sem Arnar fór á taugum og spilaði eins og háforgjafamaður.
Gunni vann Davíð með 5 höggum. Davíð skalf af hræðslu við öll vötnin og týndi tæplega kassa af boltum og tapaði.
Jón Haukur náði 11 högga forskoti á Valla sem þó kom hratt til baka og setti birdie á 13. braut og minnkaði með muninn í 1 högg. Jón Haukur drakk í sig kjark og náði að hrista af sér óöryggið og vann Valla með 4 höggum. Valli hreinlega skeit á sig.
Fréttir dagsins eru þær að Jónas tapaði fyrir Sissa - eitthvað sem menn láta ekki fréttast!!!
Jónas var yfir allar seinni 9 en Sissi varðist vel og kláraði með 4 högga sigri. Sissi tók meira að segja nándarverðlaunin á 15. holu þar sem hann var 28cm frá holu. Það er hreinlega ekkert niður. Nú eru keppendur að hringja heim og láta kellingarnar vita af sér en það á síðan að fara út að borða og svo skreppa á Spánn - Ísland í kvöld. Munið að fylgjast með í sjónvarpinu því þeir eru með íslenska fánann og verða eflaust nokkuð þéttir eftir erfitt mót.
Myndatökur á mótsstað eru með öllu bannaðar en Papparass frá BirdieTravel náði þessari mynd sem fylgir þessari frétt. Á myndinni eru Jónas, Davíð, Valli og Binni.
11 vindstig, 6 stiga hiti og rigning tók á móti keppendum í morgunsárið sem hófu ekki leik fyrr en á hádegi.
Í íslensku haustveðri hófst svo lokadagurinn þar sem RedTeam leiddi með 3 vinningum.
Spennan var mögnuð því eftir fyrri 9 var BlackTeam yfir í öllum leikjum!
En RedTeam lét ekki bugast, komu sterkir til baka og tóku 3 vinninga í dag og eru þar með PalmaCup Masters 2007.
Leikir dagsins voru þessir:
Binni vann Arnar með 9 höggum þar sem Arnar fór á taugum og spilaði eins og háforgjafamaður.
Gunni vann Davíð með 5 höggum. Davíð skalf af hræðslu við öll vötnin og týndi tæplega kassa af boltum og tapaði.
Jón Haukur náði 11 högga forskoti á Valla sem þó kom hratt til baka og setti birdie á 13. braut og minnkaði með muninn í 1 högg. Jón Haukur drakk í sig kjark og náði að hrista af sér óöryggið og vann Valla með 4 höggum. Valli hreinlega skeit á sig.
Fréttir dagsins eru þær að Jónas tapaði fyrir Sissa - eitthvað sem menn láta ekki fréttast!!!
Jónas var yfir allar seinni 9 en Sissi varðist vel og kláraði með 4 högga sigri. Sissi tók meira að segja nándarverðlaunin á 15. holu þar sem hann var 28cm frá holu. Það er hreinlega ekkert niður. Nú eru keppendur að hringja heim og láta kellingarnar vita af sér en það á síðan að fara út að borða og svo skreppa á Spánn - Ísland í kvöld. Munið að fylgjast með í sjónvarpinu því þeir eru með íslenska fánann og verða eflaust nokkuð þéttir eftir erfitt mót.
Myndatökur á mótsstað eru með öllu bannaðar en Papparass frá BirdieTravel náði þessari mynd sem fylgir þessari frétt. Á myndinni eru Jónas, Davíð, Valli og Binni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.