27.3.2007 | 16:38
RedTeam 2 vinninga yfir fyrir lokadaginn á PalmaCup
Í morgun var keppt í parakeppni á PalmaCup í brakandi blíðu.
Valli og Gunni kepptu við Arnar og Sissa og hreinlega burstuðu leikinn með 8 höggum.
Jónas og Binni spiluðu gegn Davíð og Jón Hauki og unnu með 2 höggum.
Eftir hádegi í dag var holukeppni einstaklinga og úrslit sem hér segir:
Jónas og Sissi gerðu stórmeistarajafntefli þar sem Sissi náði að jafna með gríðarlegu come-bakki á lokaholunni. Jónas sem var ósigrandi fram að þessu varð að taka á sig jafntefli. Jónas var að sögn áhorfenda ekki sáttur með sjálfan sig og fékkst ekki stakt orð uppúr honum fyrr en menn heltu í hann nokkrum bjórum.
Valli tapaði aftur fyrir Jón Hauki 2/1, sem er náttúrulega skandall að maður sem kennir sig við Sport skuli tapa oft í röð. Fyrirsögnin á íþróttasíðum spænska dagblaðsins Mucha Cahones var risastór "FRESOS CON NADA DE SPORTES".
Binni vann Davíð 3/2 og var það léttur sigur.
Arnar eða Prinsinn frá Póló eins og hann er kallaður í undirfatabransanum vann Gunna Hátæknimann þar sem Prinsinn tryggði sigurinn með pari á lokaholunni á meðan Nokia-pútterinn klikkaði.
Skoðið hótelið og völlinn sem keppendur gista á - þetta er fáránlega flott! SMELLA HÉR
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.