Fréttir frá Palma Cup Íslendingakeppninni

Palma logoÞað er mikil stemma og spenna á Palma Cup mótinu sem fram fer á Mallorca þessa dagana. Valinkunnir menn eru þar að spila og virðist Jónas vera að draga vagninn í sínu liði þó allt sé enn í járnum. 

Valli og Jónas unnu Davíð og Sissa 4/3.
Binni og Gunni unnu Arnar og Jón Hauk 6/5

Í dag var svo spilað maður á mann með forgjöf.
Jónas vann Arnar 4/3
Gunnar og Davíð skildu jafnir.
Sissi vann Binna 4/3
Jón Haukur vann Valla 2/0
Sá sigur landaðist á síðustu holunni með mjög dramatískum hætti. Valli var við það að jafna en það gekk ekki og hann tapaði.
Staðan í mótinu er því að RedTeam leiðir með 3 og hálfur gegn 2 og hálfur.

Annars er allt gott að frétta af hópnum og á miðvikudagskvöld er þeim boðið að vera sérstakir gestir á landsleik Spánverja og Íslendinga enda þekktir menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband