22.3.2007 | 21:30
Birgir Leifur: %u201EVar ekki að leika illa%u201C
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters
Birgir Leifur: Var ekki að leika illa
Þrátt fyrir að ég hafi fengið þrjá skolla á síðari 9 holunum þá var ég ekkert að leika illa. Skollarnir voru afleiðing af lélegu vippi, rangri ákvörðun í innáhöggi og þrípútti. Ég er því ágætlega bjartsýnn á framhaldið og miðað við skor keppenda það sem af er fyrsta keppnisdegi þá virðast margir vera yfir pari vallar í dag, sagði Birgir Leifur Hafþórsson við mbl.is í dag að loknum fyrsta keppnisdegi á opna Madeira meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í dag. Birgir lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er hann í 65. sæti þegar þetta er skrifað.
Meira
Meira
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.