19.2.2007 | 15:41
Sagan á bak við Callaway
Í okkar hópi er gjarnan grínast með þá sem eiga Callaway golfsett því það er vissulega merki um háan aldur. Ef þið rekist á mann með splunkunýtt Callaway sett - munið að spyrja hvort viðkomandi sé nýlega búinn að eiga stórafmæli. Enginn alvöru golfari með greindarvísitölu hærri en forgjöf myndi kaupa sér Callaway nema gegn feitu gjafabréfi frá vinum og kunningjum. Sumir leggjast meira að segja svo lágt að kaupa sér Callaway bolta! Í Birdie Travel hópum er einn ellismellur sem elskar Callaway - það er Lórenz eða Lolli eins og sá gamli er gjarnan nefndur. Þetta er tilfinningamál og ber að fara vel að honum þegar grínast er með þessa hluti. Hann sá þó ljós í myrkrinu í gær þegar tveir golfarar á samningi hjá Callaway urðu efstir á PGA móti. Sjálfur nota ég Hippo og er stoltur af, það er samnefnari milli mín og kylfanna! Siggi Hlö
Athugasemdir
Ég Lolli gladdist meira en orð fá lýst þegar við félagarnir mættum á mánudagsæfinguna í Básun nú í kvöld, ástæðan, ekki minni maður en Siggi hlö tók sig til og tók nokkrar æfingasveiflur í kyrrþey með Callaway og vitir menn hann tók allt í einu upp á því að setja boltann beint (ekki allveg vanalegt á þeim bæ).
Ekki að skilja að kyfurnar séu svona góðar heldur hlö-arinn að verða gamall !!!!!!
Ég mátti ekki segja nokkrum manni frá þessu svo ég skrifa þetta bara.
Kveðja Lolli
Lolli (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.