14.2.2007 | 23:11
Sýn með beina útsendingu frá Indónesíu á sunnudag
Sjónvarpsstöðin Sýn ætlar að sýna beint frá lokahringum á Opna Indónesíumótinu í Jakarta þar sem Birgir Leifur Hafþórsson er meðal keppenda. Þetta er fyrsta mót Birgis Leifs á þessu ári. Útsendingin hefst klukkan 06:00 að morgni sunnudags og stendur til hádegis. Þá verður bein útsending frá lokahringum á Opna Nissan PGA-mótinu í Kaliforníu á sunnudagskvöld og hefst útsending klukkan 21:50.
Það er mikilvægt fyrir Birgi Leif að leika vel og komist þannig í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. Ef það tekst er aldrei að vita nema að við fáum að sjá hann í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á sunnudaginn. Þetta er þriðja mótið sem hann tekur þátt eftir að hann öðlaðist þátttökurétt á Evrópumótaröðinni sl. haust. Hann lék í tveimur mótum í Suður-Afríku í desember og komst í gegnum niðurskurðinn í öður þeirra - lenti þá í 82. sæti. Hann vill örugglega gera betur núna og verður spennandi að fylgjast með gengi hans í Indónesíu.
Frétt frá: Kylfingur.is.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.