20.3.2010 | 00:47
Vel heppnað púttmót
Það voru 27 hressir Birdie félagar sem hittust í Hraunkoti til að taka þátt í púttmóti. Gangur manna var misjafn eins og búast mátti við en Stinni staðarhaldari tók dolluna og myndina góðu af HOOTERS gellunni. En Stinni spilaði fyrri hringinn á 5 undir pari.
Menn fengu sér drykk og spjölluðu og ekki laust við að smá spenna sé að myndast fyrir Floridaferðinni, allavegna var Fribbi farin að huga að innkaupum á netinu og Hjölli að velta fyrir sér hvernig sé best að dræva fyrstu brautina á Lakeside.
En vel heppnað mót og óskum við Stinna til hamingju með sigurinn.
Athugasemdir
Einhverjir hefðu örugglega frekar viljað taka Hooters gelluna og mynd af dollunni !
Filli (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.