26.2.2010 | 14:05
Föstudagshúmör
Íri sem hafði verið strand á eyðieyju í meira en 10 ár lenti svo í því einn
daginn að hann sá eitthvað reka að landi rétt úti við sjóndeildarhringinn.
Hann hugsaði með sjálfum sér: "Þetta er örugglega ekki skip." og eftir því
sem fyrirbærið kom nær og nær þá byrjaði hann að útiloka möguleikann á það
þetta gæti verið lítill bátur eða fleki.
Skyndilega birtist vera klædd svörtum blautbúningi úr briminu. Þegar.
veran hafði lagt frá sér köfunargræjurnar og tekið hettuna á blautbúningnum
niður sá hann að þetta var glæsilegasta ljóska sem hann hafði á ævinni séð!
Glæsilega ljóska gekk upp að Íranum sem nú var alveg orðlaus og sagði við hann: " Jæja, segðu mér, hversu langt er síðan þú fékkst þér sígarettu?" "Tíu ár," svaraði Írinn hissa. Og með það sama þá opnaði ljóskan vatnsheldan
vasa á vinstri erminni á blautbúningnum og náði í skraufþurran pakka af
sígarettum. Hann fær sér eina, kveikir á henni og tekur góðan smók. "Góður guð" sagði hann, "þetta er svo gott... ég var næstum búinn að gleyma hvað
það var gott að fá sér að reykja!"
"Og hvað er langt síðan þú fékkst þér gott írsk viskítár?" Spurði blondína.Titrandi svaraði strandaglópurinn,"tíu ár". Þegar hún heyrði það, þá teygði blondínan sig í hægri ermina og opnaði vasa
þar og dró upp flösku og rétti honum. Hann opnar flöskuna og fékk sér gúlsopa. "Þvílíkar guðaveigar!" sagði hann. "Þetta er algjört kraftaverk!!!"
Þegar hér var komið við sögu byrjaði glæsilega ljóskan að renna hægt og
rólega niður blautbúningnum sem hún bar einan klæða... niður að mitti.
Hún leit titrandi á manninn og spurði, " og svo... hversu langt er síðan þú
hefur "leikið" þér aðeins???" Með tár í augunum, féll Írinn niður á hné og
snökti... "Jesús Kristur... ekki segja mér að þú sért með golfkylfur þarna
líka!"
daginn að hann sá eitthvað reka að landi rétt úti við sjóndeildarhringinn.
Hann hugsaði með sjálfum sér: "Þetta er örugglega ekki skip." og eftir því
sem fyrirbærið kom nær og nær þá byrjaði hann að útiloka möguleikann á það
þetta gæti verið lítill bátur eða fleki.
Skyndilega birtist vera klædd svörtum blautbúningi úr briminu. Þegar.
veran hafði lagt frá sér köfunargræjurnar og tekið hettuna á blautbúningnum
niður sá hann að þetta var glæsilegasta ljóska sem hann hafði á ævinni séð!
Glæsilega ljóska gekk upp að Íranum sem nú var alveg orðlaus og sagði við hann: " Jæja, segðu mér, hversu langt er síðan þú fékkst þér sígarettu?" "Tíu ár," svaraði Írinn hissa. Og með það sama þá opnaði ljóskan vatnsheldan
vasa á vinstri erminni á blautbúningnum og náði í skraufþurran pakka af
sígarettum. Hann fær sér eina, kveikir á henni og tekur góðan smók. "Góður guð" sagði hann, "þetta er svo gott... ég var næstum búinn að gleyma hvað
það var gott að fá sér að reykja!"
"Og hvað er langt síðan þú fékkst þér gott írsk viskítár?" Spurði blondína.Titrandi svaraði strandaglópurinn,"tíu ár". Þegar hún heyrði það, þá teygði blondínan sig í hægri ermina og opnaði vasa
þar og dró upp flösku og rétti honum. Hann opnar flöskuna og fékk sér gúlsopa. "Þvílíkar guðaveigar!" sagði hann. "Þetta er algjört kraftaverk!!!"
Þegar hér var komið við sögu byrjaði glæsilega ljóskan að renna hægt og
rólega niður blautbúningnum sem hún bar einan klæða... niður að mitti.
Hún leit titrandi á manninn og spurði, " og svo... hversu langt er síðan þú
hefur "leikið" þér aðeins???" Með tár í augunum, féll Írinn niður á hné og
snökti... "Jesús Kristur... ekki segja mér að þú sért með golfkylfur þarna
líka!"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.