11.1.2010 | 16:54
Golfvöllurinn á Ísafirði skemmdur
Golfvöllurinn á Ísafirði er mikið skemmdur eftir ágang snjósleðamanna, en spjöllin uppgötvuðust um helgina.Málið hefur verið kært til lögreglu og félagar í Golfklúbbi Ísafjarðar hvetja hugsanleg vitni til að gefa sig fram, sem og þá sem ollu skemmdunum.Tryggvi Sigtryggsson, formaður Golfklúbbs Ísafjarðar, segir menn þar á bæ líta málið alvarlegum augum. Ekki sé búið að meta tjónið til fjár en það muni koma betur í ljós er tekur að vora. Hann segir að ráðist verði í lagfæringar á vellinum eins fljótt og auðið er, eða þegar snjó tekur að taka upp.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.