4.1.2010 | 22:19
Golfæfing í 8 gráðu frosti með 80% Stroh!
Já, það var léttklikkað lið sem mætti á fyrstu BirdieTravel æfingu ársins í Básum í kvöld. 8 stiga frost, allar mottur eins og steingólf en það breytti engu. Það er æfingin sem skapar meistarann og þó svo að kuldinn hafi verið eins og í svefnherberginu heima hjá Tiger Woods þá var gaman að hittast. Lórenz mætti með börnin og sjóðandi heitt kakó í brúsum með öllu tilheyrandi og smákökum. Sigvaldi var mættur með hressandi styrk í kakóið eða Stroh 80% og þurfti aðeins teskeið og þá gat maður slegið 150 metra með pútternum. Ragga Sig kennari og snillingur er mikill aðdáandi hópsins og gaf sér tíma í myndatöku með okkur stjörnunum! Eins og sjá má á myndinni eru allir hélaðir í kulda en það var hrikalega gaman. Gummi, Stonez og Siggi Hlö voru á svæðinu og sá er tók myndina er Hlölli litli sonur Capteinsins. Aðrir sem mættu ekki hafa enga afsökun og verða að mæta næst - dead or alive!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.