Færsluflokkur: Íþróttir

Talandi um GOLFBOLTA.

Skemmtilegur hrekkur hér á ferð.

 


Var Tiger Woods að banka.

Verum varkárir og opnum ekki fyrir öllum sem banka að dyrum.

Sá eða sú sem kom þarna til dyra hlýtur að hafa brugðið aðeins.

 

"Delivery! Open the door!"


Föstudagsgrín

Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er svo hræddur um að þú verðir reið." Hún svarar: "Sonur minn, ég verð ekki reið. Þegar maður er orðinn svona gamall og hefur verið nunna í svo langan tíma sér maður og heyrir ótrúlegustu hluti. Ég er viss um að ég reiðist ekki."
"Ja, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu."

Hún svarar: "Hmm, sjáum til hvað við getum gert í því. En það eru tvö skilyrði: Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur." Leigubílstjórinn er mjög spenntur og segir: "Já, ég er einhleypur og kaþólskur." "Ókei", segir nunnan," stoppaðu á næsta stæði."

Nunna uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru komin aftur af stað byrjar hann að gráta. "Elsku barnið mitt," segir nunnan, "því ertu að gráta?" "Fyrirgefðu mér, en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur." Nunnan segir: "Það er ekkert mál. Ég heiti Hjalti og er að fara á grímuball."

...þá datt mér í hug limra....

Maður er í röðinni á kassanum í Krónunni og á undan honum er kona
að raða vörum á afgreiðslukassann.
Ég sé að þú ert einstæð segir maðurinn.
Jah hérna, hvernig sérðu það hihi, sérðu það á því sem ég er að kaupa ?
Nei, þú ert bara svo ljót!

Hlö out.


ÚPSSSSSSS

Eiginkonan : Hvað myndirðu gera ef að ég dey ? Myndirðu gifta þig aftur ?
Eiginmaðurinn : Alls ekki !
Eiginkonan : Af hverju ekki...finnst þér vont að vera giftur ?
Eiginmaðurinn : Uhh..nei alls ekki !
Eiginkonan : Af hverju viltu þá ekki gifta þig aftur ?
Eiginmaðurinn : Allt í lagi þá....ég mun gifta mig aftur !
Eiginkonan : Myndirðu gera það !!! ( er á svipin eins og að hún sé særð )
Eiginmaðurinn : Ææææii !
Eiginkonan : Myndirðu búa áfram í húsinu okkar ?
Eiginmaðurinn : Auðvitað, þetta er frábært hús !
Eiginkonan : Myndirðu sofa með henni í rúminu okkar ?
Eiginmaðurinn : Hvar annarstaðar ættum við að sofa ?
Eiginkonan : Myndirðu leyfa henni að keyra bílinn minn ?
Eiginmaðurinn : Líklega...hann er næstum nýr !
Eiginkonan : Myndirðu skipta út myndunum af mér og setja hennar þar í staðinn ?
Eiginmaðurinn : Já það væri mjög eðlilegt !
Eiginkonan : Myndirðu leyfa henni að nota golf kylfurnar mínar ?
Eiginmaðurinn : Nei nei......hún er örvhent !
Eiginkonan : ........þögn.........
Eiginmaðurinn : Andskotinn !!!!!!!!!!!

Alltaf að setja hendurnar milli fóta.

Tvær vinkonur voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að
hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir
kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna. Kúlan lenti inni í miðjum hópnum
og einn maðurinn féll til jarðar haldandi báðum höndum á milli fótanna,
greinilega sárþjáður. Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu
að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna. Sú sem hafði
slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð. Maðurinn vildi ekki
að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir smá stund.
Konan þráðist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa
aðeins á manninum. Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að
leggjast á bakið og tók hendur hans frá og renndi buxnaklaufinni niður
og byrjaði að nudda hann rólega. Eftir smástund spurði hún manninn
hvernig honum þætti þetta. Maðurinn svaraði því til að honum þætti
þetta mjög gott en hann væri enn að drepast í
þumalfingrinum.

Föstudagshúmör

Íri sem hafði verið strand á eyðieyju í meira en 10 ár lenti svo í því einn
daginn að hann sá eitthvað reka að landi rétt úti við sjóndeildarhringinn.
Hann hugsaði með sjálfum sér: "Þetta er örugglega ekki skip." og eftir því
sem fyrirbærið kom nær og nær þá byrjaði hann að útiloka möguleikann á það
þetta gæti verið lítill bátur eða fleki.

Skyndilega birtist vera klædd svörtum blautbúningi úr briminu. Þegar.
veran hafði lagt frá sér köfunargræjurnar og tekið hettuna á blautbúningnum
niður sá hann að þetta var glæsilegasta ljóska sem hann hafði á ævinni séð!
 
Glæsilega ljóska gekk upp að Íranum sem nú var alveg orðlaus og sagði við hann:
 " Jæja, segðu mér, hversu langt er síðan þú fékkst þér sígarettu?" "Tíu ár," svaraði Írinn hissa. Og með það sama þá opnaði ljóskan vatnsheldan
vasa á vinstri erminni á blautbúningnum og náði í skraufþurran pakka af
sígarettum. Hann fær sér eina, kveikir á henni og tekur góðan smók.
 "Góður guð" sagði hann, "þetta er svo gott... ég var næstum búinn að gleyma hvað
það var gott að fá sér að reykja!"

"Og hvað er langt síðan þú fékkst þér gott írsk viskítár?" Spurði blondína.
Titrandi svaraði strandaglópurinn,"tíu ár". Þegar hún heyrði það, þá teygði blondínan sig í hægri ermina og opnaði vasa
þar og dró upp flösku og rétti honum. Hann opnar flöskuna og fékk sér gúlsopa.
 "Þvílíkar guðaveigar!" sagði hann. "Þetta er algjört kraftaverk!!!"

Þegar hér var komið við sögu byrjaði glæsilega ljóskan að renna hægt og
rólega niður blautbúningnum sem hún bar einan klæða... niður að mitti.
Hún leit titrandi á manninn og spurði, " og svo... hversu langt er síðan þú
hefur "leikið" þér aðeins???" Með tár í augunum, féll Írinn niður á hné og
snökti... "Jesús Kristur... ekki segja mér að þú sért með golfkylfur þarna
líka!"

Ótrúleg stærð á Driver hentar vel þeim sem vilja slá langt

Þessi kylfa var að koma á markað og henni fylgir einnig kúla og tí.

 

 Giant Golf


Golfkylfur sem ekki þarf að sveifla! (Nýjung)

Jæja félagar,
Þar sem stöðugt styttist í ferðina okkar og margir farnir að huga að innkaupum á netinu þá rakst Valdi Birdiefélagi á þessa snilldar golfkylfu. Það þarf ekki að sveifla henni, heldur kaupa í hana skotbúnað.

ATH!  Ólöglegt er að flytja patrónur í græjuna í flugfarangri (hvorki í handfarangri eða innrituðum), Flóridafarar verða því að senda patrónurnar heim í pósti freistist þeir til að fjárfesta   :-)

http://www.swinglessgolf.com/


Einn Góður

Giftur maður átti í leynilegu ástarsambandi með einkaritaranum sínum. Dag einn þegar ástríðan tók völdin ákváðu þau að fara heim til hennar þar sem þau áttu villta eftirmiðdagsstund. Eftir öll lætin voru þau orðindauðþreytt og sofnuðu. Klukkan 20:00 vöknuðu þau og þegar maðurinn byrjar að klæða sig á fullu, segir hann einkaritaranum sínum að fara með skóna hans út og nudda þeim í grasið og moldina. Furðu lostin konan skilur ekki alveg hvers vegna hann biður um þennan greiða, en hlýðir engu að síður. 
Hann skellti sér svo í skóna og keyrði heim.,, Hvar hefuru eiginlega verið maður ?" spurði konan eiginmanninn þegar hann kom inn um dyrnar.,, Elskan ég get ekki logið að þér, ég á í leynilegu ástarsambandi við einkaritaran minn og við erum búin að vera á fullu í bólinu allan dag, svo sofnuðum við og ég vaknaði ekki fyrr en klukkan 8." Konunni varð litið á skónna hans og sagði:,, 
Helvítis lygarinn þinn, þú ert búinn að vera að spila golf í allan dag !!!"  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband