Færsluflokkur: Íþróttir

Ástand golfvalla mjög misjafnt

Það má segja að ástand golfvalla sé mjög misjafnt. Ég spilaði Grafarholtið fyrir viku og var völlurinn að mestu orðin góður en flatirnar mjög léglegar, Korpuna spilaði ég í gær og var völlur góður en flatir rosalega lélegar. Spilaði Gufudalsvöll í Hveragerði í kvöld og var ástand vallarins frábært og flatirnar á vellinum til fyrirmyndar, gaman að spila þennan völl. 

Í pokanum hjá Lórenz

Lolli er með svokallaða "Kallavei" dellu.  Pokinn hans inniheldur:

Driver: Callaway FT-i 10° ferkantað kvikindi.  Brautartré er Callaway Great Big Bertha II  3 og 5.  Járnin eru 4-PW  Callaway X-16.  Wedge: Callaway 51, 54 og 60° Pútterinn er Odyssey 2-Ball Blade.  Bolti Callaway HX Tour 56. Hanski er Callaway Tour Series.

Ég skil ekkert í honum að vera ekki með Callaway pútter.


Nándarmæling í Manchester-mótinu

Þegar komið var að 6. holu í dag tók Þórleifur upp 7 járnið stillti sér upp átti þessa fínu sveiflu vel hittur bolti með fallegu flugi lendir rétt hægra megin við pinnastaðsetningu þó aðeins utan flatar fær þetta fína rúll, tekur landslagið og hafnar 25 cm við hliðina á holunnni. Frábært högg og tók Lalli að sjálfsögðu nándarverðlaun á þessari 160 metra holu.

Hola í Höggi

Þann 8. Júní gerði hann Pétur Ingi Pétursson úr Golfklúbbnum Kili sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut á golfvellinum í mosó og viljum við hjá Birdie-Travel óska honum til hamingju með þetta draumahöggIMG_2757_resize allra kylfinga. Við hjá BT. munum taka þetta högg til greina þegar valið verður í næstu ferð til Flórida að ári. Óskum við Pétri Inga til hamingju með höggið.


Manchester United golfmótið fór fram í dag

prd_maxzoom_20849 Þriðja árið í röð fór fram golfmót stuðningsmanna Manchester United. Uppselt var í mótið fyrir tveimur vikum og komsu talsvert færri að en vildu. Mótið fór fram að þessu sinni í Grafarholtinu við bestu mögulegu aðstæður. Í þetta sinn var leyft að spila golf í búningi Man United fyrir þá sem það vildu og voru nánast allir sem báru eitthvað merki United á sér. Nokkrir BirdieTravel félagar tóku þátt í mótinu og efstur þeirra varð Siggi Hlö með 33 punkta og svo komu Þórleifur, Lórenz og Dölli fast á hæla hans. Margir góðir styrkaraðilar komu að mótinu og má þar nefna Icelandair sem gaf Evrópuferðir, Nevada Bob, Ölgerðin, Vífilfell, prentsmiðjan Oddi, Titleist, Nike ofl. Umsjónarmenn með ManUnited golfmótinu hafa þeir Hans Hentinen, Pétur Óskar Sigurðsson og Sigurður Hlöðversson.

Leirdalurinn fór vel í kylfinga

Nýtt vallarmet var sett af Hauk, Valgeir og Ottó sem allir léku á -1. Gaman væri að heyra frá einhverjum sem lék völlin í dag. En allveg klárlega förum við ritpennar hring mjög fljótlega og segjum frá okkar upplifun á vellinum.

Birgir flottur í Vín

Enn og aftur er Birgir að standa undir nafni. Nú er að sjá hvernig lokadagurinn fer og vonumst við til að hann nái að spila sig inn í topp 20. Hann var sjálfur mjög sáttur við sína spilamennsku í dag.
mbl.is Birgir Leifur lék á 68 höggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðidagur hjá GKG - völlurinn 27 holur!

Í dag 9.júní 2007, eru tímamót hjá golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, því í dag verður völlurinn formlega 27 holur þegar Leirdalur opnar. Verður Opna GKG mótið haldið með pompi og prakt. Mótið verður stórglæsilegt og er sögulegt fyrir þær sakir að þá verður í fyrsta skipti spilað upp í Leirdalinn. Vallarstarfsmenn hafa unnið hörðum höndum við að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir mótið og verður því mikil upplifun fyrir kylfinga að spila völlinn fullbúinn í fyrsta skipti.

Mótið markar formlega opnun Leirdalsins og frá og með laugardeginum verður Vífilsstaðarvöllur 27 holur.
Þá er leikið holur 1, 2 og 3 á "gamla" vellinum. Þá eru spilaðar 9 nýjar holur í Leirdal, þegar komið er til baka eru spilaðar 4, 5, 15, 16, 17 og 18. braut.

Þær holur sem tilheyra ekki nýja vellinum sem kallaður verður Leirdalur, verða 9 holur á "gamla" vellinu og hefur sá völlur fengið nafnið Mýrin.

Munið að skoða vel nýju skorkortin fyrir vellina en þau eru hönnuð af Sigga Hlö!


Í pokanum hans Gumma Hi

Þetta eru kylfurnar hans Gumma Hi "we´re going down":

Járn + Wedgar = Titleist
Trékylfur: Cobra
Driver: TaylorMade R7
Pútter: Hippo

Í pokanum hans Sigvalda

Ég er með Ping G2 járnasett, 6-7-8-9-PW-SW-LW, 4 og 5 sem HB. Síðan er ég með G2 5 tré og G5 3 tré og Driver, 10,5°. Pútterinn er einnig Ping G2 Anzer 33".

Kveðja,
Sigvaldi T. Sigurðsson
Kerfisstjóri
Menntasviði Reykjavíkur.

Haldið áfram að senda upplýsingar um "Í pokanum mínum" á siggi@pipar.is.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband