Færsluflokkur: Íþróttir

Florida-Captain 2008 Invitational only

Florida Captain mótið fer fram föstudaginn 26. sept. Áætlað er að starta klukkan 17:00 á Mýrinni í GKG.

Captain bland í teiggjöf. Eftir mót verður haldið í "spari félagsheimili" Birdie Travel eða Bollasmára 4. Þar grillum við og súpum meiri safa.

Verðlaunaafhending til handa þeim sem það eiga skilið. Búningaverðlaun verða veitt fyrir albesta búninginn!

Verðum að fá skráningu STRAX. Skrá sig á lorenz@n1.is

Verð kr. 3.500 eða minna. Fer eftir mætingu!

Innifalið: mót, matur og með´ðí.


Berlín hrein snilld

Það var bæði fallegur og skemmtilegur völlurinn sem ég spilaði tvisvar í Berlín um liðna helgi og mæli ég með að menn kippi golfsettinu með ef leiðin liggur á slíkar slóðir. minni ég aftur á heima síðu klúbbsins www.golfclubgatow.de

Berlín 2008 016Þarna er séð yfir sjöttu braut og á grínið á sjöundu.

Berlín 2008 046Horft yfir átjándu flöt og í átt að klúbbhúsinu.


Berlín Berlín

À morgun föstudag ætla èg Steini ad spila golf í tyskalandi nànartiltekid à www.golfclubgatow.de sem er nokkud hàtt reitadur hèr nànar um völlin à Morgun eftir spilamenskuna kvedja Stonez.

Hvernig tengist þetta golfi ???????????

 Jón og Jóna eru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmæli sitt. Jón segir við Jónu. "Hefurðu nokkurn tíma haldið fram hjá mér?"
 Jóna svarar: "Jón! Hvers vegna ertu að spyrja svona spurningar núna"?
 "Jú, Jóna, ég verð að vita það," svarar Jón.
 Jóna segir: "Allt í lagi, ég hef haldið þrisvar fram hjá þér.
 ""Þrisvar, hvenær var það?" spyr Jón.
 Jóna segir: "Manstu Jón þegar þú varðst 25 ára og vildir stofna
 fyrirtækið og bankastjórinn neitaði þér um lán? Svo kom bankastjórinn sjálfur einn daginn með lánspappírana svo þú gætir skrifað undir."
 Jón svarar: "Ó, Jóna, þú gerðir þetta fyrir mig, ég virði þig bara
 meira en áður. Hvenær var svo annað skiptið?"
 Jóna segir: "Manstu þegar þú fékkst hjartaáfallið og enginn læknir
 vildi skera þig vegna þess að aðgerðin var svo hættuleg? Svo kom allt í einu dr. Bjarni yfirlæknir og framkvæmdi aðgerðina sjálfur og þú  náðir þér alveg.
 ""Ég trúi þessu ekki," sagði Jón, "þú gerðir þetta til að bjarga lífi mínu. Ég gæti ekki átt betri konu. Þú hlýtur að elska mig mjög mikið fyrst þú gerir allt þetta fyrir mig.
 Hvenær var svo þriðja og síðasta skiptið?""Jón, þú manst að fyrir
 nokkrum árum langaði þig til að verða formaður í golfklúbbnum og þig vantaði 18 atkvæði til að ná kjöri..?"

Vetraræfingar hefjast á ný í Básum

Basar-driverBirdieTravel félagar, gamlir, nýir og svo væntanlegir!

Munið að nú er vetrargolfið er hafið. Mánudagsæfingarnar sívinsælu á 2. hæð Bása, til vinstri.
Nú er um að gera að fjölmenna og undirbúa sig vel fyrir Floridaferðina 2009, sem verður auglýst hér á blogginu, vonandi um helgina eða snemma í næstu viku!


Golfkylfa með hlandboxi - jólagjöf golfarans!


Golfvellir á Tenerife - stjörnugjöf

Ég er búnn að spila 2 velli hér á Tenerife, sem báðir eru meiriháttar. Sá fyrri sem ég spilaði heitir Costa Adeje Golf en á honum var Spanish Open spilað 2002 og svo golfvöll sem heitir Golf Las Americas sem stendur við Marylanza hótelið.

Golf Costa Adeje:
Frábær völlur, magnað umhverfi og spilað er nokkurn veginn niður að strönd og svo uppeftir aftur. Atlantshafið blasir við. Mjög beinn völlur og víður, erfitt að koma sér í mikil vandræði nema menn séu því meira villtir á boltanum. Brautir og green mjög mjúk. Signature holan er án efa 7. braut, löng par3 hola þar sem slá þarf yfir 150 metra gil eða svona gróður holu. Virkar voða auðveld en að hitta greenið er erfitt. Sumartilboð hljóðar upp á 66 Evrur, hringur, bíll og hlaðborð. Kostar aðeins meira yfir veturinn. Besti völlur Tenerife miðað við verð og gæði. - **** 4 Stjörnur

Golf Las Americas:
Flottur völlir inn á hótelsvæði. Mjög fallegt umhverfi og búið að vinna mikið í að gera vötn, læki, gosbrunna og ýmsar hindranir sem gera völlinn frekar erfiðan yfirferðar. Nokkrar þröngar brautir, sumar par4 brautir eru mjög langar allt að 450 metrar. Ein mjög skemmtileg par4 hola sem er aðeins 270 metrar en slá þarf blint yfir fullt af trjám og gróðri. Þessi völlur er með dýrari völlum á svæðinu, kostar um 100 Evrur að spila með bíl og þá er ekkert meira innifalið. - **** 4 Stjörnur

Sem sagt, ef menn ætla að skella sér til Tenerife og hugsanlega bara að spila einn völl, þá mæli ég 100% með Costa Adeje golfvellinum, en ég hvet menn til að spila báða. Einnig væri gaman ef þeir sem hafa spilað annan eða báða velli að setja inn sínar athugasemdir.

Siggi Hlö
Tenerife
31. ágúst 2008.

Golfarar munið breytingar á Visa til Bandaríkjanna

vegabref Frá og með 1. ágúst geta ferðamenn sótt um tímabundið dvalarleyfi rafrænt á vef Bandaríska sendiráðsins í stað þess að fylla út I-94 eyðublað eins og hefur verið gert hingað til um borð í flugvélinni á leiðinni til USA.

Það verður áfram tekið við I-94 eyðublöðunum fram til 12. janúar 2009, en eftir þann tíma verður einungis hægt að fylla umsókn um dvalarleyfi rafrænt.

Mælt er með því að ferðamenn sæki um undanþáguna með 72 tíma fyrirvara svo náist örugglega að afgreiða beiðnina.

Ekki er nauðsynlegt að ferðaáætlun liggi fyrir áður en sótt er um leyfið.

Þegar leyfið hefur verið veitt gildir það í 2 ár.

Frekari upplýsingar er að finna hér

Stinni smiður sigraði Pipar Open

stinniÞað var enginn annar en Stinni smiður sem sigraði hið árlega Pipar Open sem fram fór á Kili í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Þetta mót hefur alltaf verið vel sótt og mótið núna var enginn undantekning þó að spáin hafi ekki verið sérlega spennandi. Uppselt var í mótið og mættu margir frábærir spilarar til leiks, enda þegar um svona þekkt og umtalað mót er að ræða láta menn sjá sig og sýna sig og sjá aðra. Það er gaman og heiður frá því að segja að smiðurinn sterki úr Garðabæ en oft kenndur við Hvaleyrina, sigraði með glæsibrag en hann spilaði á 39 punktum, 3 punktum betur en rakarinn málglaði Rögnvaldur Hreiðarsson. Stinni smiður eða Kristinn Kristinsson eins og mamma hans og pabbi slettu á hann við skírn er einn af Florida ferðalöngum þessa árs og hefur hann þegar bókað sig í ferðina okkar 2009. Þegar hann kom með okkur í vetur sagðist hann sjálfur ekkert geta í golfi en bara það að sofa í sama herbergi og Capteinn Hlöðversson varð hann þetta góður að hann hefur hrapað í forgjöf. Sama gerðist fyrir Dóra Hellu og varma, hann svaf eina ferðina með Hlö í herbergi og vann golfmót. Greinilega happa að fá að gista með Kapteininum í herbergi! En Pipar auglýsingastofa, til hamingju með skemmtilegt mót og flotta umgjörð og vinninga. Til hamingju Kjalarmenn með að vera búnir að festa þetta mót sem eitt að skemmtilegustu mótum ársins á ykkar velli. Hrósa ber því sem vel er gert og meira segja vippkeppnin í mótslok er frábær.

Pipar Open 16. ágúst - skráning hafin!

Hið árlega Pipar open fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili,

Fyrirkomulag punktamót m/forgj. hæst gefið 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsilegir vinningar
Nándarverðlaun á par 3 brautum.

Meðal vinninga má nefna:

Nokia E66 3G, GPS, nýjasti síminn sem kemur á markað í vikunni fyrir
mótið að verðmæti 59.900 frá Hátækni.

Glæsilegur kvöldverður fyrir 2 á Grillinu á Hótel Sögu.

Jakkaföt frá Herra Hafnarfirði.

Delma úr að verðmæti kr. 35.000,- frá Jóni og Óskari.

Reiðhjól frá Markinu að verðmæti 35.000.

Fjölskylduveislur frá KFC
Toblerone gjafakörfur
Golfboltar frá Deloitte
Gjafakort á Salatbarinn.

CapriSonne djús og Góu súkkulaði í pokann þegar ræst er út.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband