Græjan loksins fundin

Orange golf cruiserÞetta er gæjan sem allir eru að leita að og ekki skaðar að hún er í rétta litnum.


Okkar maður DJ ÖTZY í Wipeout Ísland

Þá er komið að því sem við öll höfum beðið eftir á næsta föstudag þann 5. febrúar mun okkar maður Öddi (dj ötzy) koma á skjáinn í þættinum wipeout ísland og vonandi mun hann sína að við Birdie menn erum engin lömb að leika sér við KOMA SVO ÖDDI

 

 


Einn léttur!

Ég fór í Elko í gær og bað um Grand Theft Auto 2. Afgreiðslumaðurinn hafði ekki hugmynd um hvaða leik ég væri að tala um. Ég útskýrði fyrir honum að leikurinn snerist um svartann mann, sem gengi um með járnrör, sem eyðilagði bíla, léki sér með gleðikonum og forðaðist lögguna. Þá fattaði hann hvaða leik ég væri að tala um og rétti mér Tiger Woods 2010.


Choose your club carefully!

Choose your Golf club

You are 150 yards from the green.  You are 200 yds from a $200 glass windows.  Choose your club carefully!


Golfvöllurinn á Ísafirði skemmdur

 Golfvöllurinn á Ísafirði er mikið skemmdur eftir ágang snjósleðamanna, en spjöllin uppgötvuðust um helgina.Málið hefur verið kært til lögreglu og félagar í Golfklúbbi Ísafjarðar hvetja hugsanleg vitni til að gefa sig fram, sem og þá sem ollu skemmdunum.Tryggvi Sigtryggsson, formaður Golfklúbbs Ísafjarðar, segir menn þar á bæ líta málið alvarlegum augum. Ekki sé búið að meta tjónið til fjár en það muni koma betur í ljós er tekur að vora. Hann segir að ráðist verði í lagfæringar á vellinum eins fljótt og auðið er, eða þegar snjó tekur að taka upp.

Golfæfing í 8 gráðu frosti með 80% Stroh!

Já, það var léttklikkað lið sem mætti á fyrstu BirdieTravel æfingu ársins í Básum í kvöld. 8 stiga frost, allar mottur eins og steingólf en það breytti engu. Það er æfingin sem skapar meistarann og þó svo að kuldinn hafi verið eins og í svefnherberginu heima hjá Tiger Woods þá var gaman að hittast. Lórenz mætti með börnin og sjóðandi heitt kakó í brúsum með öllu tilheyrandi og smákökum. Sigvaldi var mættur með hressandi styrk í kakóið eða Stroh 80% og þurfti aðeins teskeið og þá gat maður slegið 150 metra með pútternum. Ragga Sig kennari og snillingur er mikill aðdáandi hópsins og gaf sér tíma í myndatöku með okkur stjörnunum! Eins og sjá má á myndinni eru allir hélaðir í kulda en það var hrikalega gaman. Gummi, Stonez og Siggi Hlö voru á svæðinu og sá er tók myndina er Hlölli litli sonur Capteinsins. Aðrir sem mættu ekki hafa enga afsökun og verða að mæta næst - dead or alive!

Fyrsti dagur á æfingu. Kakó og með´í

Jæja strákar nú er að taka fram kylfurnar og mæta á morgun klukkan 20:00.

Lolli mætir með kakó og smákökur, þið mætið með góða skapið og sláum nokkra bolta saman. Hey það eru ekki nema 99 dagar þangað til við förum til Florida. Spennan magnast.

Er ekki rétt að Stinni og Steini komi og fari yfir helstu ágrip í sögu Tigers og þá það helsta sem Tígri hefur veirð að stússast síðustu vikurnar.


Tiger Woods leikur - hér á að spila "holur" !!!

Endilega smellið ykkur inn á þennan leik, hann er fjandi skemmtilegur. Þeir golf-folar sem skora vel eru beðnir að setja komment í athugasemdir!

http://www.atom.com/fun_games/tiger_woods_defense/


Gleðilegt nýtt golfár

Við félagarnir óskum ykkur gleðilegs nýs golfárs og megi þetta ár verða til forgjafalækkunar eða í það minnsta til margra gleðistunda við golfleikinn.

Tiger heilkennið

clip_image001


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband