Foxinn boðar komu sína til Florida

Eftir tveggja ára umhugsun hefur Le Fox eða Goggi (Rögnvaldur Rögnvaldsson) swili hans Sigga Hlö loksins ákveðið að koma með Floridahópnum í næstu ferð. "Að vel ígrunduðu máli og mikilli yfirlegu ákveð ég að slá til og fara með þessum hópi en helsta ástæða þess að ég ákveð það núna er vegna þess að knattspyrnuferill minn er sem sagt búinn og nú get ég alfarið snúið mér að golfinu" sagði Foxinn þegar við náðum honum í síma þar sem hann var að borða kvöldmat á Hamborgarabúllunni.
Það verður heiður að fá slíkan meistara með í næstu ferð enda ekki á hvers manns færi að taka golfhögg vaggandi í báðar lappir og það er eitthvað sem Kaninn þarf bara að sjá með berum augum. Heppnastir eru þó þeir sem verða með honum í húsi því ekki er hann bara snilldarkokkur heldur höfum við eignast okkar eigin "Höffu".

Skyldumæting í Bása

Vil minna á mánudagsæfingu í Básum klukkan 20:00 í kvöld.

Nú njótum við ekki dagsbirtunnar til að spila fram á kvöld svo þá er ekkert betra en að viðhalda sveiflunni í Básum og mæta síðan í Leiruna á laugardaginn. GS er með opið mót og er ræst út frá klukkan 9:00.


Ölvaðir golfarar á Players

dalycovershot
Um helgina fer fram Queenhelgi á Players og í gærkveldi hitti ég að minnsta kosti tvo golfhópa, pöddufulla, sem voru að gera upp sitt sumar, hittust fyrr um kvöldið og enduðu á Players. Hlöðversson var að DJ-ast á undan hljómsveitinni og í hléi. Það voru um 600 manns á Players í gærkveldi þegar mest var og má búast við enn fleirum í kvöld. Bjössi "okkar" dyravörður og Floridafari fór fremstur í flokki sinna manna við að halda öllu í kyrrum kjörum sem virtist ganga vel. Hlakka til að hitta enn fleiri fjöruga golfara í kvöld - látið sjá ykkur á Players. Ég mun spila sérstök golfaraóskalög frá klukkan 23 og fram að hljómsveit.

Hann hefur boðað komu sína

Ótrúlegt en satt en hann mun ekki koma þessi golfkennari, sem var búinn að boða komu sína næsta mánudag í Bása. Hann ætlaði að miðla af þekkingu sinni meðal okkar Birdie félaga en eftir að við komumst á snoðir um þetta video á veraldarvefnum af honum  SJÁ Hér  höfum við afþakkað nærveru hans.


Eldriborgarkylfurnar stóðu vel fyrir sínu

Callaway driverÍ Básum í gærkveldi þá mætti Valgeir Magnússon og þar sem kappinn mætti kylfulaus þá brá Lórenz á það ráð að gera tilraun til að þagga niður í Valla með því að lána honum Callaway kylfur. Nú ekki var Valgeir lengi að koma með skýringu á því hve auðvelt var að slá með kylfum eldriborgara eins og Callaway-kylfur eru nefndar í þessum félagsskap. Valli tjáði okkur það að með svona kylfum færi hann fljótlega niður fyrir 5 í forgjöf, en forgjöf hans er langt fyrir neðan 10 eða 9,8.

Valgeir er að reyna að sannfæra sig um það að hann þurfi ekki að fá sér nýjar kylfur en ef kallinn ætlar sér niður fyrir 5 í forgjöf næsta sumar þá er réttara að fjárfesta í eldriborgarakylfum fyrir næsta tímabil.

Annars var góð mæting og menn að komast í rétta gírinn og stemming farin að byggjast upp fyrir Florida ferðina 2008.


Pípari prófar King Cobra og heillast

DSC01864Í Básum í gærkveldi átti sér stað sá einstaki viðburður í íslenskri golfsögu að Siggi Pípari fékk að prófa King Cobra driverinn hans Sigga Hlö. Siggi Píp sem hingað til hefur verið sáttur við smá slæs með sínum RAM, prófaði að slá með Cóbruni. Allt strik beint hjá kallinum og meira að segja í einu höggginu datt píparinn nánast á hliðna en höggið strikbeint - 800plús! Nú er svo komið að Siggi Píp mun kaupa sér eintak af þessum galdra dræver í næstu ferð ef hann er ekki þegar búinn að panta sér einn slíkan af Netinu.

Ef myndin prentast vel má sjá píparann þar sem hann þurfti aðeins að halla sér eftir gríðarlega erfiðan dag á flötunum í Inverness. 


Básar taka á móti stórstjörnum

Þá er komið að því að liðka kropp og hitta félaga því Florida-félagar mæta í Bása í kvöld.

Mæting klukkan 20:00. Létt upphitun síðan tekið til við að sveifla síðan tegjur og svo loks slökun.

Allt er þetta undir handleiðslu reyndra spilara og mikilla ferðafrömuða.

Sjáumst í kvöld.


Mátti ekki tæpara standa í Bændaglímu

normal_IMG_1318lrÞrátt fyrir vonda veður spá þá mættu Florida félagar sem eru skráðir í GKG á bændaglímuna. Það var óvenjugóð mæting og góður mórall. Þarna voru mættir golfgarpar á borð við Bjössa á Players, Guðmund Lúther, Gunna Smith, Hjölla, Sigga Hlö og fleiri Floridakónga! Þær Hansína Þorkels og Jónína Páls voru Bændur ársins og leiddu sín lið áfram í sérdeilis fínu golfveðri. Í lokin var það Hansína sem kreisti fram sigur en hennar lið vann með 2 punkta mun. Óstaðfestar fregnir herma að allir Florida-drengirnir hafi verið í liði Jónínu!!!

Myndin af þeim stelpum er tekin í sumar á St. Andrews í Skotlandi, en þær skipuðu lið Íslands í International Pairs World Finals 2007.


Mikill áhugi á golfferð til Florida

Munið að þeir sem eiga forgang á sæti í Floridaferðina 2008 þurfa að greiða staðfestingargjaldið sitt fyrir 5. október nk. Eftir það verður farið í að tala við þá sem eru að bíða á hliðarlínunni. Það verða örfá sæti sem losna í næstu ferð og við Lórenz fáum símtöl daglega um hvort það sé laust sæti í ferðina eða eins og einn frægur poppari sem ég þekki segir alltaf; það er mikið hringt og mikið spurt - mikill víbringur í þjóðfélaginu.
Fyrir þá sem ekki hafa fengið staðfest sæti þá er þetta í stuttu máli sagt, 8 daga ferð, lent að morgni 9. dags. Farið út 26. febrúar og komið heim 5. mars. Samtals 8 dagar í golfi. 4 saman í 8 manna MINI-VAN bílaleigubíl. Flug með sköttum, gisting, bílaleigubíll og golfið á 95.000 kall. Áhugasamir geta hringt í Sigga Hlö (gsm 896 2022) því gert er ráð fyrir seinni ferð líka frá 4. - 12. mars 2008. Ekki vera feimnir!

Mætti ekki í golfmót en vann samt

Bjössi lögga á Ólafsfirði er okkur í Floridafélögum til sóma. Hann komst ekki á Florida Captain mótið á laugardaginn því hann þurfti að keppa á mótinu Meistari Meistaranna sem fram fór í Grafarholtinu á sama tíma. Nú fyrst að okkar maður varð að sleppa því að mæta á mót ársins og þurfti að leika á þessu slappa meistaramóti þá bara vann Mr. Police mótið. Bjössi spilaði á 70 höggum, en spilaði í flokki 35 ára og eldri og lagði þar með margar súperstjörnur á borð við Örn Ævar og Halla Heimis Já, orðspor og dugnaður okkar manna fer víða og hratt yfir. Við óskum Bjössa sérstaklega til hamingju með þennan glæsilega sigur og það verður gaman að spila með honum á Inverness Cup 2008. Þar lækkum við í honum rostann, fyllum kallinn ærlega og spilum svo við hann daginn eftir - eina vesenið er að hann drekkur ekki nógu mikið!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband