Á barmi heimsfrægðar ?

Við, stuðningsmenn Bigga Leifs, teljum að nú sé keppnisreynslan á stórmótum loksins að skila árangri ásamt þrotlausum æfingum. Við viljum meina að þetta sé upphafið að langri sigurgöngu hans ásamt heimfrægð sem verður öðrum ungun íslenskum kylfingum hvatning um að halda áfram og stena alltaf á toppinn, alveg sama hversu mikið blæs á móti manni. Biggi, við erum með þér í huga og fyrir okkur máttu massa þetta mót og næstu sem á eftir koma. Til hamingju!
mbl.is Birgir lék vel og bætti stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskahúsið Flottara

 Jæja þá liggja úrslit fyrir í búningarkeppninni og var það fiskahúsið sem var kosið flottara eftir harða og mánaðarlanga könnun. Verðlauna afhending verður auglýst síðar.

Spurt er

Hvor búningurinn er flottari
Grænu laufin 48.7%
Fiskahúsið 51.3%
261 hefur svarað

 

 


Uppselt í 1. maí golfmótið!

1. maí mótið hjá Kili, GKj í Mosó, er svo gott sem uppselt. Þegar þetta er ritað eru um 6 rástímar lausir. Þvílíkur áhugi núna 27. mars. Nokkur áhugaverð mót eru framundan og má þar nefna Carlsberg mótið í Keflavík og 1. maí mótið á Hellu og er ekki enn búið að opna fyrir rástímaskráningu á þau. Eins gott að vera vel vakandi til að komast í þessi mót! Við hér á Golfblogginu munum að sjálfsögðu láta vita á sömu mínútu og skráning hefst í þessi 2 mót enda ætla ansi margir Bördarar að mæta og negla þetta.

Ef myndin prentast vel má sjá að þetta er Nonni Óla í swingi. Einn af fáum milliþungaviktargolfurum sem lúkkar vel í teinóttu.


Ótrúlegt en satt - Tiger vann ekki

455588AÞað telst til tíðinda að Tiger vinnur ekki mót. Það er þó gott til þess að vita að hann er mennskur og gerir eins og við hinir líka smá mistök. Við verðum að fagna Geoff Ogilvy, ungur golfari og við eigum eftir að sjá nafn hans mjög oft á næstunni meðal efstu manna.

Munið æfinguna í kvöld í Básum, nú er ekkert ástarkjaftæði og rómantík hér! Mæta og æfa til meistara. Fyrsta mót okkar er eftir mánuð, þegar við Florida félagar fjölmennum á Carlsberg mótið í Keflavík. Munið að taka frá 24. apríl, en þá er mótið. Ekki er byrjað að leyfa bókun á rástímum en við munum vakta það vel og segja frá því hér á síðunni um leið og það opnar!


mbl.is Ogilvy stöðvaði sigurgöngu Woods
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiger tekur þetta!

Golfarar hafa fullt að gera núna um Páskana, beinar útsendingar á Stöð 2 Sport og svo er aldeilis veðrið til að skella sé í Bása! Held að Ogilvy geti róað sig með yfirlýsingar um að verða á undan Tiger. Þetta er nánast alltaf eins hjá Tígra, hann byrjar sjaldnast á að leiða mótin en skríður svo upp hálsmálið og áður en menn vita er hann kominn í toppslaginn og skríður svo loksins framúr. Okkar spá - Tiger vinnur þetta mót og verður með 6 högga forskot á sunnudagskvöld. Þið megið koma aftur hér inn á síðuna okkar til að lesa okkar spá!
mbl.is Ogilvy og Jiminez efstir á Doral
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiger upp við Hogan en Bogi við bönker

Bogi á ströndinniÁ þessari mynd sem var tekin á Timuacan golfvellinu í Sanford en þar má sjá einn alsherjar bönker við hliðina á einni par 3 holunni.
mbl.is Woods upp að hlið Ben Hogan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slingshot úr golfferðinni til Florida

Þetta er magnað myndband af Gumma og Palla sem fóru í Slingshot í Florida. Þetta mun vera hæsta Slingshot í heimi eða um 2 Hallgrímskirkjuturnar að hæð. Menn sitja í lítilli kúlu og er skotið upp í loft með teygju sem er áföst í kúluna. Hrðainn á mönnum á uppleið er gríðarlegur og á leiðinni snýst kúlan þannig að á niðurleið kemur jörðin á móti manni manni með ógnarhraða.
Takið vel eftir þegar sá er stjórnar Slingshotinu segir við Palla að beltið hans sé laust og um leið og Palli fer að tékka á því er þeim sleppt og svipurinn á Palla er miljón dollara virði!


Fyrsta golfmyndasyrpan komin á netið

jæja þá er loksins komin myndasyrpa á vefinn. Endilega kíkið á myndirnar. Þær eru allar úr myndavélum húss númer 1481. Við eigum eftir að safna saman myndum frá húsinu hans Lorenz og Óskars rakara. Þær koma fljótlega inn - komið bara oft í heimsókn.

Tengill á myndirnar er hér til vinstri og hér er svo beintenging inn á myndirnar 


Lýst er eftir golfurum

Fyrsta æfingJá það er nánast lögreglumál hvað það var léleg mæting á fyrstu æfingu eftir Florida, aðeins Hlöðversson, Steini Walters og Gummi Hi voru mættir á svæðið í frostinu. Síðar sást til Lolla á bílaplaninu og ekkert er vitað nánar af ferðum hans nema að sagt er að hann hafi laumast í að slá nokkra bolta og fögnum við því.
Næsta mánudagsæfing eftir viku sker úr á milli manna og músa og verður sérstaklega bloggað um þá sem ekki mæta og jafnvel nokkur leyndarmál látin flakka!!!

Það skal tekið fram að stórgolfarinn Jónas Hjartarson tók meðfylgjandi mynd af Hlöbz, Stonez og Gumz. 


Engin afsokun

nu er engin afsokun ad sitja heima i kvold vid skulum heldur maeta i basa kl:20 og taka letta aefingu og syna ad vid erum bestir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband