Á teig

photoVið hittumst á 3 teig í Korpu þrír að spila golf og einn að veiða.  Veiðimaðurinn gat ekki stillt sig og fékk að slá eitt upphafshögg en eitthvað var múnderingin að þvælast fyrir og högg ekki eins og til var ætlast.

Golfararnir voru að taka þátt í móti og gerði Valdimar sér lítið fyrir og vann sinn flokk, til hamingju Valdi.

Af veiði varð frekar lítið nema hvað það voru 40 golfboltar sem veiddust.


Þetta líður, nú bara 260 dagar

jæja þá er komið niður í 260 daga í næstu Floridaferð.

Brottför 17 apríl og það er líka þessi fína veðurspá fyrir ferðina, stillt veður og góður hiti.


290 dagar í næstu Florida ferð

Jæja þá er komin dagsetning fyrir 2012

Brottför 17 apríl og stefnan sett á 8 daga eins og áður. Nú er um að gera að skipuleggja dagskrá vorsins inn á þessa daga. Fermingar og afmæli er þá hægt að halda utan við þessa daga.


Djö....var gaman úti að leika

Þá eru allir komnir heim eftir vel heppnaða ferð.

Úrslit úr mótinu voru þau að í 1. sæti varð Jón Ásgeir irobot með 46 punkta það segir sig sjálft að hann hefur æft vel í vetur og vel að sigrinum kominn. Í 2. sæti varð Eiríkur með 40 punkta og í því þriðja voru jafnir þeir Siggi H Sig og Jón Þór.

Veðrið var frekar einkennilegt en aldrei í níu ára sögu BirdieTravel hefur þurft að aflýsa golfi í heilan dag vegna þess að þrumur og eldingar ásamt fellibyls sem gekk yfir Floridaskagann. Fellibylurinn gekk yfir einn völl sem við spiluðum og brotnuðu yfir 300 tré á vellinum.

En það voru glaðir golfarar sem fengu útrás á völlum Florida og smá lit í kaupbætið þar sem það kom upp sól alla aðra daga og einn daginn fór hitinn í 35°C en það þótti mönnum full mikið af því góða.

Takk fyrir samveruna BirdieTravel félagar

Kveðja Siggi&Lolli


Tveir dagar í brottför

buxur

Kæru BirdieTravel félagar nú eru bara tveir dagar í brottför og allir að ærast úr spennara.

Í gær laugardag hittust nokkrir félagar í Básum og svo aftur í dag fyrir hádegi mátti sjá þrjá úr hópnum vera að stilla inn drive og vipp. Voru menn almennt á því að þeir væru klárir og nú mætti fyrsta á Lakeside bara koma, allt klárt.

Svona rétta að minna á það eru bara 2 dagar í brottför

Svo er spurning hvort Siggi Hlö kaupir sér nýjar buxur ?

Kveðja BirdieTravel


Nú er bara vika í ..................

Djö.... eru allir að farast í spennara. Bara vika í flug og allt orðið klárt.

Nú bara búið að vera þetta frá 26 til 31 stigs hiti síðastliðinn mánuð.

http://weather.yahoo.com/united-states/florida/inverness-2427355/?unit=c 

Já og sjá það spáir bara 31° næstu daga og sunnara.

 

Kveðja BirdieTravel félagar


Passa sig að vera ekki í skotfæri

Þegar golffélaginn er eitthvað að pirrast yfir því sem þú er að gera láttu hann finna fyrir því

APIS og ESTA

Svona rétt að minna menn á að ganga frá ESTA og APIS.

Í dag þarf að greiða fyrir ESTA aðgang til USA og er kostnaðurinn 14 dollarar á mann.

Hey það eru bara 22 dagar í brottför jiiiiibbbbíííí


Nú er mánuðurinn runninn upp

Hey nú er ferðamánuðurinn loks runninn upp og djö.... leggst þetta vel í okkur.

Ekki nema 28 dagar í brottför og allt að gerast.


Heimilisfangið

4543 E Windmill Drive

Inverness

Florida 34453


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband